Jólaball

Þann 15. desember verður jólaballið okkar haldið frá kl. 9:10-10:30 (án foreldra).  Elstu börnin sýna helgileik, sr. Halldóra kemur og talar við okkur og svo verður dansað í kring um jólatréð með undirspili Grétars Geirssonar (Áshóli).  Á jólaballinu er börnunum velkomið að vera í betri fötum en dagurinn verður hefðbundinn að öðru leyti.  Líklega munu rauðklæddir menn koma við hjá okkur ef allir verða duglegir að dansa og syngja kringum tréð. 


Athugasemdir