Byggðasamlagið Oddi bs. er rekstraraðili Leikskólans Laugalandi en að baki byggðasamlaginu standa sveitarfélögin Rangárþing ytra og Ásahreppur. Í gegnum byggðasamlagið reka þessi sveitarfélög fjórar skólastofnanir, Leikskólann Laugalandi, Laugalandsskóla, Leikskólann Heklukot og Grunnskólann á Hellu.
Byggðasamlagið starfar eftir staðfestum samþykktum eins og lög gera ráð fyrir og uppfyllir lagaákvæði um byggðasamlög sbr. 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Sjá samþykktir Byggðasamlagsins Odda bs.