Innra mat - sjálfsmat
Í lögum um leikskóla nr. 90 / 2008 koma m.a. fram markmið varðandi mat og eftirlit á gæðum leikskólastarfs. Í 17. grein laganna kemur fram að markmiðin eru til þess að geta veitt upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra. Tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leikskóla. Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum. Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum. Hver leikskóli skal meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 17. gr. með virkri þátttöku starfsmanna, barna og foreldra eftir því sem við á.
Til að meta starfið í Leikskólanum Laugalandi er starfandi matsteymi sem sem hefur það verkefni að fjalla um matsþætti og gera áætlun um framkvæmd innra mat.
Niðurstöður innra mats má finna hér á síðunni undir ársskýrslu skólans.
Langtíma áætlun fyrir innra mat