Sjálfsmat

Sjálfsmat

Í lögum um leikskóla nr. 90 / 2008 koma m.a. fram markmið varðandi mat og eftirlit á gæðum leikskólastarfs.  Í 17. grein laganna kemur fram að markmiðin eru til þess að geta veitt upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks leikskóla, viðtökuskóla og foreldra.  Tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár leikskóla.  Auka gæði náms og leikskólastarfs og stuðla að umbótum.  Tryggja að réttindi barna séu virt og að þau fái þá þjónustu sem þau eiga rétt á samkvæmt lögum.  Hver leikskóli skal meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skólastarfs á grundvelli 17. gr. með virkri þátttöku starfsmanna, barna og foreldra eftir því sem við á.

Til að meta starfið í Leikskólanum Laugalandi eru lagðar fyrir kannanir bæði fyrir starfsmannahópinn og foreldra á vorin. 

Annað hvert vor fá foreldrar samræmda foreldrakönnun frá Skólapúlsinum.  Þeir þættir sem eru þá skoðaðir eru:

Daglegt leikskólastarf

Námsumhverfi

Samskipti við foreldra

Upphaf og lok skólagöngu

Sérstakur stuðningur og stuðningskennsla

Opin svör foreldra varðandi hvað sé gott við leikskólann og einnig hvað mætti betur fara

Fyrir foreldra er spurningalisti frá Skólapúlsinum lagður fyrir annað hvort vor en hitt vorið eru almennar spurningar lagðar fyrir með áherslu á þá þætti sem settir eru á úrbótaáætlun hverju sinni. 

Foreldrakönnun

Foreldrakönnunin inniheldur 31 matsþátt í sex flokkum þar sem hver matsþáttur inniheldur eina eða fleiri spurningar:

1. Daglegt leikskólastarf

Ánægja með leikskólann
Ánægja með stjórnun leikskólans
Ánægja með stjórnun leikskólans
Ánægja barnsins í leikskólanum
Hæfilegur fjöldi barna á deild
Hollt mataræði

2. Námsumhverfi

Vinnubrögð
Færni
Aðstaða
Félagsleg samskipti
Þátttaka án aðgreiningar

3. Samskipti við foreldra

Upplýsingamiðlun
Þekking á stefnu og námsskrá leikskólans
Tengsl við starfsfólk leikskólans
Hvatning til þátttöku í leikskólastarfinu
Tímasetning viðburða
Heimasíða leikskólans

4. Upphaf og lok leikskólagöngu

Leikskólabyrjun
Flutningur milli skólastiga
Flutningur milli deilda

5. Sérstakur stuðningur og sérfræðiþjónusta

Hlutfall sérkennslu og stuðnings
Hlutfall sérfræðiþjónustu

6. Opin svör
 

Starfsmannakönnun


Starfsmannakönnun leikskólanna fer fram í febrúar. Spurt er um líðan í starfi, starfsanda, daglegt starf, starfshætti, samstarf og samskipti, starfsþróun, símenntun, stjórnun og forystu. Það tekur um 25-35 mínútur að svara könnuninni. Efni kannana er endurskoðað árlega að vori á samráðsfundi með notendum kerfisins.

Bakgrunnur starfsfólks
Starfsaldur
Aldur barna sem mest er unnið með

Líðan í starfi og starfsandi
Starfsánægja í leikskólanum
Starfsandi innan leikskólans
Jafnrétti innan leikskólans
Fjarvera heila daga undanfarinn mánuð
Fjarvera hluta úr degi undanfarinn mánuð
Tíðni áreitni meðal starfsfólks
Tíðni eineltis meðal starfsfólks

Daglegt starf og starfshættir
Trú á eigin getu
Mat á eigin færni
Sveigjanleiki í starfi
Starfsaðstaða
Álag í starfi
Aðalnámskrá og starfið
Leiðir til að fylgjast með þroska og námi

Samstarf og samskipti
Samstarf á leikskólanum
Tíðni deildar- og starfsmannafunda
Samráð um starfið
Samvinna um starfið
Upplýsingamiðlun til foreldra
Ráðgjöf vegna sérstuðnings

Starfsþróun og símenntun leikskólakennara
Svigrúm til undirbúnings og þekkingarleitar
Símenntunarþörf
Form símenntunar sem óskað er eftir
Hlutfall sem hefði viljað meiri símenntun undanfarna 12 mánuði
Hindranir í símenntun

Stjórnun og forysta
Upplýsingastreymi innan leikskólans
Endurgjöf, hvatning og hrós
Mat á frammistöðu stjórnenda
Faglegur stuðningur stjórnenda við starfsfólk

Opin svör