Símenntun

Símenntunaráætlun Leikskólans Laugalandi

Í lögum um leikskóla 2008 nr. 90 12. Júní kemur fram að leikskólastjóri skuli gefa starfsmönnum kost á símenntun og móta áætlun um hvernig henni sé hagað:

7. gr. Starfsfólk.
Að frumkvæði leikskólastjóra skal móta áætlun um hvernig símenntun starfsfólks skuli hagað svo að hún sé í sem bestu samræmi við áherslur leikskóla, sveitarfélags og skólanámskrár.
Leikskólastjórar og starfsfólk leikskóla skulu samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar og eftir því sem kann að vera mælt fyrir um í kjarasamningum eiga kost á símenntun í þeim tilgangi að efla starfshæfni sína, kynnast nýjungum í leikskóla- og uppeldismálum og njóta stuðnings við nýbreytni- og þróunarstörf.

 

Starfsfólkið er okkar mikilvægasta afl og með þekkingu sinni, vinnu og viðhorfum skapar það grundvöll fyrir leikskólastarf með velferð barnanna að leiðarljósi.

Á leikskólanum Laugalandi er miðað við að hver starfsmaður reyni að efla sig í starfi og hafi kost á því að sækja námskeið og fræðslu.  Í samvinnu við  Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu er boðið upp á námskeið sem miða að því að efla starfsmenn á skólasvæðinu og sníða námskeið að þörfum skólanna hverju sinni.  Einnig er gott samstarf við Skólaþjónustu Árnesþings og starfsfólki boðið að sækja námskeið á vegum þeirra.  Allir starfsmenn sækja Haustþing FL og FLS sem er hluti símenntunar skólans.  Starfsmenn geta einnig óskað eftir að sækja önnur námskeið og/eða  ráðstefnur sem boðið er upp á.

Miðað er við 18 stundir í símenntun á hverju skólaári fyrir hvern starfsmann.