Skólanámskrá

Í aðalnámskrá leikskóla útg. af menntamálaráðuneytinu 2011 segir að sérhver leikskóli skuli móta sína eigin skólanámskrá sem gerir grein fyrir því hvernig leikskólinn ætli að vinna að þeim markmiðum sem aðalnámskrá setur.  Hvaða leiðir eru farnar og hvernig staðið er að mati.  Skólanámskrá er yfirlýsing um hugmyndafræði, skipulag, vinnubrögð og gildi sem lögð eru til grundvallar leikskólastarfinu.  Tilgangur hennar er að gera starf leikskólans sýnilegra og markvissara. Í skólanámskránni er gerð grein fyrir forsendum í rekstri leikskólans, innihaldi námsins og auðveldar nýliðum að komast inn í starfið.   

Skólanámskráin byggir á aðalnámskrá leikskóla 2011 og skólanámskrá leikskólans sem gefin var út í mars 2009 ásamt þróunarverkefni sem starfsfólk vann að skólaárið 2013-14. Einnig byggir hún á nýjustu lögum um leikskóla 90/2008.  Að baki gerðar námskrárinnar liggur mikil umræða og skoðanaskipti um einstök atriði leikskólastarfsins.

 Nú hefur skólanámskráin verið uppfærð og hér á eftir skoðum við þá hugmyndafræði sem starfsfólk hefur að leiðarljósi og þær leiðir sem notaðar eru í starfinu til þess að ná fram settum markmiðum.

Skólanámskrá var síðast uppfærð í júní 2022.

Skólanámskrá má nálgast hér.