Land - vor 2021

Foreldrakönnun Land – úrvinnsla vor 2021

Sjálfsmat var lagt rafrænt fyrir foreldra 21 barna uppi á Landi þann 15. apríl og var könnun opin til 25. apríl.  Spurningalistinn var sendur á 34 foreldra eða á öll netföng sem við höfum skráð hjá okkur og svöruðu 20 eða 59% þeirra sem fengu könnun senda.  Þættir sem spurt var um að þessu sinni voru: uppeldis- og menntastarf, leikskólabragur, stjórnun, auk spurninga frá úrbótaáætlun.  Þeir þættir sem ekki ná 80% ánægju (mjög sammála eða sammála) eru settir á útbótaáætlun.  Í þessari könnun þarf fjóra foreldra sem eru óánægðir til að viðkomandi þáttur sé settur á úrbótaáætlun.

Hér má nálgast myndrænar niðurstöður foreldrakönnunar.

Allir foreldrar telja að börnin þeirra séu ánægð í leikskólanum.  Eitt foreldri er nokkuð ósammála því að vel sé tekið á móti barninu og að það sé ekki kvatt í lok dags en allir aðrir eru ánægðir með þann þátt.  Foreldrar telja sig velkomin í leikskólann en eitt foreldri telur svo ekki vera og eigi ekki við í Covid.  Varðandi samskipti starfsmanna við börn á deildinni eru allir ánægðir með þau.  Nær allir foreldrar telja að  námið sem börn þeirra fá samræmist þeim væntingum sem þeir hafa til leikskólans en tveir foreldar eru ekki sammála því.  Lang flestir foreldrar telja að starfsmenn bregðist við ábendingum þeirra eða beiðnum varðandi börnin er eitt foreldri er ósammála því. Þegar spurt var um hvort foreldrar fengu upplýsingar varðandi líðan barnanna í leikskólanum voru flestir sammála því en tveir voru nokkuð ósammála.  Allir foreldrar telja að mikilvægt sé að leikskólinn fái upplýsingar um breytingar á högum/líðan barnanna.  Varðandi upplýsingastreymi frá deildinni kemur í ljós að fjórir foreldrar eða 20% eru ósammála því og það þarf að bæta.   Foreldrar voruð spurðir hvað þeir nýta sér helst til þess að fá upplýsingar um starfsemi skólans og kemur þar í ljós að flestir nýta sér dagleg samskipti og facebook síðu skólans (jafnmargir) og í öðru sæti er það tölvupóstur og þriðja sæti fær Karellen.  Í neðsta sæti er heimasíða skólans og skólanámskráin.  Allir foreldrar telja að þeir séu látnir vita þegar eitthvað kemur upp á varðandi börnin þeirra í leikskólanum en þó er eitt foreldri ósammála því.  Nær allir foreldrar telja samskipti við leikskólastjóra vera góð en þó eru tveir sem telja að svo sé ekki.  Allir foreldrar telja að þeir eigi góð samskipti við deildarstjóra.  Þegar spurt er um samskipti foreldra við starfsfólk deildarinnar telja allir nema einn að þau séu góð.  Allir foreldrar nema einn eru ánægðir með kynningu á nýju starfsfólki.  Foreldraviðtöl telja allir foreldrar mikilvæg og voru ánægðir með síðasta foreldraviðtal.  Tveimur foreldrum finnst foreldrafundur að hausti ekki mikilvægir en aðrir telja að svo sé og eitt foreldri skrifar: „ hef ekki hugsað út í það“. Ölllum foreldrum finnst starfsfólk koma til móts við umönnunarþarfir barna sinna en eitt foreldri er ekki sammála því.  Þegar spurt er um ánægju með þær aga- og hegðunarreglur sem notaðar eru í leikskólanum eru flestir sáttir við þær.  Þrír foreldrar skrifuðu í athugsemd að þeir hefðu ekki upplýsingar um hverjar þær væru.  Spurt var um hvort hæfilega mikið væri af viðburðum þar em foreldrum er sérstaklega boðið að koma í leikskólann og flestir telja svo vera en fjórir bentu réttilega á að þessi spurning ætti ekki við vegna aðstæðna.  Stærsti hluti foreldra er ánægður með matseðil skólans, en þó eru fjórir sem ekki eru ánægðir.  Ekkert kemur nánar fram í skýringum í hverju óánægjan felst svo erfitt er að bregðast við.  Langflestir eru ánægðir með þær samskipta- og hegðunarreglur sem notaðar eru í leikskólanum en tveir telja sig ekki vita hverjar þær eru.  Þrír foreldrar telja sig ekki fá næg tækifæri til að ræða við starfsfólk leikskólans um hvernig þeir vinni saman að uppeldi barna sinna en allir aðrir eru ánægðir með þann þátt.  Flestir foreldrar telja að námsefni leikskólans sé við hæfi en þó eru þrír foreldrar ósammála því.  Einn telur að námsefni sé of líkt og það mætti vera meiri útikennsla.  Tveir foreldrar eru ekki ánægðir með húsnæði leikskólans og telur einn að WC aðstaðan mætti vera betri.   Allir nema einn eru ánægðir með leikaðstöðuna innandyra og tveir eru óánægðir með leikaðstöðuna utandyra.  Þá skrifar einn „ það vantar leikaðstöðu á grassvæðinu“ og annar skrifar: „ það þyrfti að klára hinn leikvöllin og hann notaður meira“.  Nú telja flestir foreldrar að umferðaröryggi sé gott en þó eru tveir ekki sammála því.  Allir eru ánægðir með stjórnun deildarinnar telja allir nema einn að auðvelt sé að á sambandi við deildarstjóra.  Allir telja að auðvelt sé að ná í leikskólasjtóra og allir nema einn eru ánægðir með stjórnun leikskólans.  Samvinnu leik- og grunnskóla telja allir góða en eitt foreldri er þó ósammála því.  Eitt foreldri er ekki ánægt með dagskipulag deildarinn og skrifar:  „ í skólanum er rekið mjög metnaðarfullt starf.  Hef stundum áhyggjur af því að það sé mögulega of metnaðarfullt og of mikil keyrsla á margar stefnur og aðferðir.  Velti fyrir mér hvort nægur tími gefist fyrir frjálsan leik og ekki þurfi of oft að stoppa og skipta í skipulagða stund. Bara vangaveltur er almennt ánægð með starfið“. Allir foreldrar nema einn af þeim sem svara hafa kynnt sér skóladagatal leikskólans.  Sex foreldrar hafa ekki kynnt sér skólanámskrána og segir einn:  „Á erfitt með að finna hana, er alls ekki viss um hvaða heimasíða er í notkun og aðeins í erfiðleikum með að finna núgildandi námskrá“.  Annar segir: „já að hluta, má greinilega uppfæra“. Þrír foreldrar telja skólanámskrá leikskólans ekki skýra og greinargóða og þrír segjast ekki hafa kynnt sér hana.  Aðrir telja hana hana í lagi.  Skólanámskrá þarf að uppfæra og sú vinna nú þegar hafin.

Að lokum var opin spurning þar sem foreldrar gátu tekið fram með hvað þeir eru sérstaklega ánægðir með í leikskólanum eða hvort eitthvað mætti betur fara.  Eða láta eitthvað annað koma fram. 

„ Ef börnunum mínum leiður vel og hlakka til að fara í leikskólann, sem þau gera, þá er ég mjög ánægður með hvað fer framm þarna!“

„Frábært skólaumhverfi og yndislegt starfsfólk.  Finnst prestheimsóknir samt tímaskekkja í skólastarfi“

„Starfsfólk leikskólans ætti að fá verðlaun fyrir endalausa nennu.  Það er farið út alveg saman hvernig veðrið er og vinnan ekki talin eftir sér þó allir verði rennandi blautir.  Þetta er framúrskarandi í leikskólanum Laugalandi, miðað við annan leikskóla sem við höfum kynnst.  Einnig er einstakt að farið sé með krakka í sund.  Skyldi það vera hreinlega einstakt á landsvísu? Virkar eins og einhverjir taki þessu sem sjálfsögðum hlut en okkur finnst þetta vera alveg stórkostlegt! Bravó!“

„Barninu mínu líður vel í leikskólanum“

„Mjög ósátt við skipulag á starfsdögum.  Finnst ekki vera gott skipulag að hafa alltaf fyrsta dag eftir stór frí skipulags/starfsdag.  Hefði verið mikið sniðurgra að hafa þá fyrir fríin þar sem flestir krakkar fara líka frekar í frí fyrr.“

„Flott starf en mætti auka upplýsingalfæði“

„Mér finnst frábært að það sé boðið upp á sundkennslu“

„Mjög ánægð með leikskólann“

„Langar að benda á uppsetningu á þessari könnkun – vantar algjörlega svarmöguleika (hvorki né, á ekki við) á milli þess að vera sammála eða ósammála, svo þyrftu svarmöguleikar að vera sumstaðar „já“ og „nei“ t.d. ég hef kynnt mér skólanámskrá.  Væri frábært að fá frekari upplýsingar um hvaða námsefni er verið að vinna með hverju sinni.  Einnig finnst mér ábótavant/umhugsunarvert hve lágt hlutfall starfsfólks á eldri deild er með mennun sem nýtist í starfi samanborið við yngri deild!“

„Sérstaklega ánægð með áhugann sem sýndur er krökkunum“

„Upplýsingaflæðið almennt gríðalega ábótavant síðustu vikur“

 

Úrbótaáætlun vor 2020 - foreldrar          

Markmið

Leiðir

Tímamörk

Ábyrgðarmaður

Árangur

Bæta leikaðstöðu utandyra

Útbúa leikaðstöðu með meiri grasi

Sumar 2020

Leikskólastjóri / Eignaumsjón

Kominn nýr völlur.

Bæta umferðaröryggi við skólann

Merkja stæði, hagræða umferð, bæta lýsingu.

Sumar 2020

Eignaumsjón

 Komið að hluta til vor 2021. Verður vonandi klárað sumar 2021.

Kynna aga- og hegðunarreglur fyrir foreldrum

Setja upplýsingar á heimasíðu skólans

Haust 2020

Leikskólastjóri

Ánægja með þetta vor 2021 en unnið verður samt áfram með þennan þátt næsta skólaár

Bæta upplýsingastreymi frá skólanum

Setja upplýsingar frá starfinu á heimasíðu skólans

Haust 2020

Leikskólastjóri/ aðstoðarleikskólastjóri/ deildarstjórar

Ekki komið vor 2021

 

Úrbótaáætlun vor 2021 - foreldrar          

Markmið

Leiðir

Tímamörk

Ábyrgðarmaður

Árangur

Bæta umferðaröryggi við skólann

Merkja stæði, hagræða umferð, bæta lýsingu.

Sumar 2021

Eignaumsjón

 

Kynna aga- og hegðunarreglur fyrir foreldrum

Setja upplýsingar á heimasíðu skólans

Námskeið fyrir starfsmenn

áramót 2021-22

Leikskólastjóri

 

Bæta upplýsingastreymi frá skólanum

Setja upplýsingar frá starfinu á heimasíðu /facebook síðu skólans.

Haust 2021

Leikskólastjóri/ deildarstjórar