Námsmatshandbók

Mat á námi, þroska og velferð barna er mikilvægur þáttur í leikskólastarfi og gerð er rík krafa um að leikskólar nýti fjölbreyttar aðferðir til að skrá, meta og miðla því námi sem fram fer hjá hverju barni í leikskólanum.

Markmið með slíku mati er að auka þekkingu starfsfólks, barnsins og foreldra á færni, námi og líðan barnsins. Upplýsingum er safnað með markvissum og fjölbreyttum hætti, í samstarfi við barnið sjálft og foreldra þess. Matsferli á að vera samþætt daglegu starfi og endurspegla markmið leikskólastarfs og skólanámsskrá hvers leikskóla

Vorið 2024 lauk vinnu við að skrifa nýja námsmatshandbók fyrir Leikskólann Laugalandi og er hún er leiðarvísir um það námsmat sem þar fer fram. Handbókina má nálgast á meðfylgjandi slóð:

Námsmatshandbók