Umsókn um dvalarvist


Sjúkdómar barns, aðrir en barnasjúkdómar. Er barnið fatlað? Eða eru langvarandi veikindi á heimili barns?
Dagsetning

Leikskólarnir innan byggðasamlagsins Odda bs starfa eftir lögum um leikskóla, skólanámskrá og aðalnámskrá  sem menntamálaráðuneytið gefur út. Leikskólarnir starfa jafnframt eftir skólastefnu Ásahrepps og Rangárþings ytra en hún er framtíðarsýn og viljayfirlýsing hvað varðar allt starf og rekstur leik- og grunnskóla sveitarfélaganna.

Mikilvægt er að barnið mæti vel og stundvíslega í leikskólann.  Boðið er upp á 4, 5, 6, 7 eða 8 stundir daglega og hægt er að kaupa auka korter fyrir framan og/eða aftan umsaminn tíma ef þörf er á.  Ef foreldrar óska eftir breytingu á dvalartíma barnanna, sækja þeir um hana hjá leikskólastjóra.Breytingar á vistunartíma miðast við mánaðamót. Meginreglan er að breytingar á vistundartíma séu leyfilegar við upphaf skólaárs og um áramót. Foreldrum er skylt að virða þann tíma sem barninu er úthlutað.  Barninu skal skila í hendur starfsfólks og starfsfólkið látið vita þegar barnið er sótt.  Foreldrar eru beðnir að tilkynna ef barnið er fjarverandi t.d. vegna veikinda.

Dvalargjöld eru innheimt 1. virka dag hvers mánaðar.  Greitt er fyrirfram og er eindagi 16. hvers mánaðar.  Hafi gjald ekki verið greitt á eindaga leggjast á dráttarvextir.  Skuldi foreldrar 3 mánuði er barninu sagt upp leikskólaplássi.  Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er 1 mánuður og miðast við 1. eða 15. hvers mánaðar.  Leikskólastjóri gefur upplýsingar um gjaldskrá. 

Þótt barn sé fjarverandi greiða foreldrar fyrir plássið.

Foreldrum er skylt að tilkynna leikskóla um breytingar á högum sínum, s.s. breytt heimilisfang, símanúmer (einnig vinnusíma) og breytta hjúskaparstöðu.  Einstæðir foreldrar,námsmenn og öryrkjar greiða lægra gjald.  Til að greiða lægra gjald þarf að framvísa vottorði tryggingastofnunar.  Lækkun á gjaldi kemur til framkvæmda 1. næsta mánaðar.   Barn missir ekki pláss fari foreldrar í sambúð, en greiða þarf hærra gjald.  Lögheimili  og fast aðsetur í Rangárþingi ytra eða Ásahreppi er skilyrði fyrir leikskóladvöl barns.  Farið er eftir upplýsingum um búsetu og hjúskaparstöðu forráðamanna eins og hún er í þjóðskrá.  Heimilt er að taka inn börn frá nágrannasveitarfélögum gegn hærra gjaldi skv. ákvörðun sveitarstjórna Rangárþings ytra og Ásahrepps ef rými og starfsmannafjöldi leikskólans leyfir.  Leikskólatímum er úthlutað eftir reglum um forgang og eftir aldri barna.

Börn raðast á biðlista eftir aldri, þau elstu fyrst, nema sérstakar aðstæður mæli með að barn verði í forgangi.

  1. forgangur: Fötluð börn og börn með alvarleg þroskafrávik.  Vottorð frá viðurkenndum greiningaraðila skal fylgja með umsókn. Börn starfsfólks leik- og grunnskólanna.  Beiðni frá skólastjórum skal fylgja umsókn.
  2. forgangur: Börn sem búa við erfiðleika í félagsumhverfi og börn með þroskafrávik.  Erfiðleikar teljast t.d. barnaverndarmál, alvarleg veikindi eða fötlun hjá fjölskyldumeðlilmum barnsins.  Vottorð frá lækni eða sérfræðingi skal fylgja umsókn.  Börn með foreldra undir lögaldri, börn einstæðra forráðamanna með fleiri en eitt barn á framfæri, þríburar.

Skipulagsdagar  starfsfólks leikskólans eru 5 á ári og einn Haustþingsdagur.  Þá undirbúa starfsmenn faglegt starf leikskólans. Leikskólinn er lokaður þessa daga og eru samþykktir á skóladagatali skólans af fræðslunefnd.  Barnið er slysatryggt í leikskólanum.

Starfsfólk er bundið þagnarskyldu.

Er eitthvað sem foreldri vill koma sérstaklega á framfæri?
captcha