Í tilefni af degi íslenskrar tungu fengum við í heimsókn rithöfundinn Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Hún gaf nýverið út bókin “Hver á mig” sem fjallar um nútíma sveitalíf. Harpa Rún las bókina fyrir börnin úr tveimur elstu árgöngunum og gekk heimsóknin ákaflega vel.
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember, og er ætlað að vekja athygli á mikilvægi íslenskrar tungu í samfélaginu. Hér á Laugalandi leggjum við mikla áherslu á að efla málþroska og læsi barna frá unga aldri.
Við hvetjum ykkur til að ræða við börnin um heimsóknina og halda áfram að lesa með þeim heima. Lestur er ein besta leiðin til að efla málþroska, orðaforða og skilning barna á tungumálinu okkar.

Bestu kveðjur,
Kristín Ósk Ómarsdóttir Leikskólastjóri