Aðalnámskrá

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út aðalnámskrár leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig. Einnig eru gefnar út aðalnámskrár listaskóla. Aðalnámskrár hafa ígildi reglugerðar og í þeim er kveðið nánar á um útfærslu laga og reglugerða. Þær kveða m.a. á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Öllum skólum er skylt að gefa út skólanámskrá. Aðalnámskrár eru í sífelldri endurskoðun og eru breytingar kynntar með auglýsingu í Stjórnartíðindum hverju sinni.

Nánari upplýsingar eru á vef stjórnarráðsins.