Rangárþing ytra

Rangárþing ytra er víðfeðmt sveitarfélag með rúmlega 1600 íbúa. 

Mörk þess afmarkast að mestu af Þjórsá að vestan, vatnaskilum að norðan að Vatnajökli og Tungnaá. Að sunnan fylgja mörkin Mýrdalsjökli að Eystri-Rangá. Rangárþing ytra er mikið landbúnaðarhérað og hestamennska er stunduð í miklu mæli.

Í sveitarfélaginu eru margar þekktar náttúruperlur eins og Hekla og Landmannalaugar auk margra annarra áhugaverðra staða m.a. sögustaða allt frá Landnámsöld.

Á heimasíðu sveitarfélagsins má nálgast ýmiss eyðublöð og upplýsingar um alla starfsemi sveitarfélagsins. 

 

Heimgreiðslur

Heimgreiðslur eru fyrir börn á aldrinum 12-24 mánaða sem eru ekki í leikskóla, hvort heldur sem er vegna þess að ekki er pláss eða að foreldrar velji að hafa börnin heima. Heimgreiðsla er bundin því að barn sé með lögheimili í Rangárþingi ytra.

Upphæð heimgreiðslu er kr. 80.000 á mánuði fyrir hvert barn. 

Umsókn um heimgreiðslur