Við leikskólann er starfrækt foreldrafélagið „Hans og Gréta“ og er aðalfundur félagsins haldinn að hausti. Fjórir foreldrar sitja í stjórn. Leikskólastjóri er tengiliður leikskólans við foreldrafélagið og situr fundi þess þegar þess er óskað. Í foreldrafélaginu eru allir foreldrar sjálfkrafa félagar og greiða þangað gjald sem er innheimt með gíróseðli. Markmið foreldrafélagsins er að standa vörð um hagsmuni barnanna og standa fyrir fræðslu, skemmtun og tilbreytingu fyrir börnin og foreldrana, sem fellur utan ramma hins daglega leikskólastarfs.
Foreldrafélagið stendur fyrir leiksýningu fyrir börnin a.m.k. einu sinni á ári og jólaferð í Ásabrekkuskóg í desember. Einnig kemur félagið að vorhátíðinni með því að halda grillveislu fyrir börnin og fjölskyldur þeirra í byrjun júní. Aðal fjáröflunarleið félagsins, fyrir utan félagsgjöld, hefur verið kökubasar á Aðventuhátíðinni að Laugalandi fyrsta sunnudag í aðventu og öskudagsskemmtun á öskudaginn í íþróttahúsi Laugalands.
Foreldrafélagið hefur verið leikskólanum mikill stuðningur og gefið ýmis tæki og leikföng sem hafa komið sér ákaflega vel fyrir skólann.
Við leikskólann er starfandi foreldraráð og er það skipað fjórum foreldum. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og fræðslunefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfinu.
Í foreldraráði (og foreldrafélagi) skólaárið 2024-2025 eru:
María Björk Gunnarsdóttir - formaður
Kolbrún Hrönn Sigurþórsdóttir - gjaldkeri
Karen Krisjánsdóttir - ritari
Fríða Björg Þorbjörnsdóttir
Tölvupóstfang hjá foreldrafélagi/foreldraráði er: