Foreldraráð/ foreldrafélag

Foreldrafélag

Við leikskólann er starfrækt foreldrafélagið „Hans og Gréta“  og er aðalfundur félagsins haldinn að hausti. Fjórir foreldrar sitja í stjórn. Leikskólastjóri er tengiliður leikskólans við foreldrafélagið og situr fundi þess þegar þess er óskað. Í foreldrafélaginu eru allir foreldrar sjálfkrafa félagar og greiða þangað gjald sem er innheimt með gíróseðli. Markmið foreldrafélagsins er að standa vörð um hagsmuni barnanna og standa fyrir fræðslu, skemmtun og tilbreytingu fyrir börnin og foreldrana, sem fellur utan ramma hins daglega leikskólastarfs.

 

Foreldrafélagið  stendur fyrir leiksýningu fyrir börnin a.m.k. einu sinni á ári og jólaferð í Ásabrekkuskóg í desember. Einnig kemur félagið að vorhátíðinni með því að halda grillveislu fyrir börnin og fjölskyldur þeirra í byrjun júní. Aðal fjáröflunarleið félagsins, fyrir utan félagsgjöld, hefur verið kökubasar á Aðventuhátíðinni að Laugalandi fyrsta sunnudag í aðventu og öskudagsskemmtun á öskudaginn í íþróttahúsi Laugalands.

 

Foreldrafélagið hefur verið leikskólanum mikill stuðningur og gefið ýmis tæki og leikföng sem hafa komið sér ákaflega vel fyrir skólann.

 

Foreldraráð

Við leikskólann er starfandi foreldraráð og er það skipað fjórum foreldum. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og fræðslunefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfinu.

Í foreldraráði (og foreldrafélagi) skólaárið 2023-2024 eru:

María Björk Gunnarsdóttir - formaður

Kolbrún Hrönn Sigurþórsdóttir - gjaldkeri

Karen Krisjánsdóttir - ritari

Fríða Björg Þorbjörnsdóttir

 

 

Gátlisti fyrir foreldraráð

  • Foreldraráð skal kynna hlutverk og starfsemi ráðsins fyrir foreldrum , meðal annars með útgáfu fréttabréfs, fréttaflutningi á foreldrasvæði heimasíðu skólans og eftir öðrum þeim leiðum sem ráðið telur skynsamlegar hverju sinni.
  • Foreldraráð skal tala við og hlusta eftir röddum foreldra, kennara og annarra starfsmanna
  • Foreldraráð skal kynna sér  leikskólalögin, reglugerðir og reglur um skólahald frá menntamálaráðuneytinu og bera saman við áætlanir sveitarfélags.
  • Foreldraráð skal kynna sér skólanámskrá og bera saman við aðalnámskrá  og leikskólalög. Skila skal umsögn um skólanámskrá til leikskólastjóra og skólanefndar.
  • Foreldraráð skal fara yfir skóladagatal, aðgæta hvort skóladagatal er samræmt milli allra leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu. Senda umsögn um skóladagatal til leikskólastjóra og skólanefndar.
  • Foreldraráð skal kynna sér starfsmannastefnu, starfsmannahald og endurmenntunaráætlun leikskólans.
  • Foreldraráð skal kynna sér sjálfsmatsáætlun skólans, fylgjast með framgangi hennar sem og niðurstöðum kannana sem gerðar eru í tengslum við sjálfsmat.
  • Foreldraráð skal kynna sér stefnu leikskólans um samstarf heimila og skóla sem og upplýsingagjöf til foreldra.
  • Foreldraráð skal kynna sér skólahúsnæði, mötuneyti, bókasafn leikskólans og tækjakost. Einnig skal foreldraráð skoða aðkomuleiðir að skólanum og huga að eftirliti með leiktækjum á skólalóð.
  • Foreldraráð skal kynna sér eineltisstefnu leikskólans, áfallaáætlun og forvarnir.
  • Foreldraráð skal skoða framlög til skólamála sveitarfélagsins miðað við aðra málaflokka og bera einnig saman framlög til skóla innan sveitarfélagsins.
  • Foreldraráð skal koma með tillögur til úrbóta um það sem betur má fara ef þörf krefur.

 

 

Tölvupóstfang hjá foreldrafélagi/foreldraráði er: 

foreldrafelagidhansoggreta@gmail.com