Leikhús í tösku

Í dag fengum við skemmtilega heimsókn þegar Þórdís Arnljótsdóttir, leikkona, kom til okkar með leiksýninguna Grýla og jólasveinarnir. Þessi leiksýning hefur verið fastur liður hjá okkur árum saman og má segja að hún marki eiginlegt upphaf jólanna í leikskólanum.

Þórdís bregður sér í hlutverk Grýlu og jólasveinanna og fer leikritið þannig fram að börnin sjá hana skipta um búninga, enda allir leikmunir í tösku sem hún hefur meðferðis. Þrátt fyrir að Þórdís sé ein á ferð þá er oft mikill hamagangur og fjör, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.