Snemmtæk íhlutun í málþroska

Leikskólinn Laugalandi tók þátt í þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun í málþroska á tímabilinu haust 2019 til vors 2021. Markmiðið með þátttöku í verkefninu var að festa enn frekar í sessi ákveðin og fagleg vinnubrögð við frávikum í málþroska barna.

Verkefnið hlaut nafnið Málörvun - alltaf, allsstaðar. Heiti verkefnisins vísar til þess hversu reiðubúið allt starfsfólk þarf að vera við að grípa tækifærin sem gefast í daglegu starfi til málörvunar.

Hér má nálgast handbók leikskólans um snemmtæka íhlutun.

Hluti af þróunarverkefninu fólst einnig í því að móta móttökuáætlun fyrir börn með annað móðurmál en íslensku. Hér má nálgast mótttökuáætlun leikskólans fyrir börn með annað móðurmál en íslensku.