Brunavarnir Rangárvallsýslu

Fulltrúar frá brunavörnum Rangárvallasýslu koma til elstu barnanna á haustin.  Þá er börnunum veitt fræðsla og  farið yfir brunavarnir leikskólans og haldin smá brunaæfing.  Börnin fá verkefni til að vinna og sinna síðan léttum eftirlitsstörfum í leikskólanum. Á vorönn er komið með slökkviliðsbíl í heimsókn.  Þá fá börnin að skoða bílinn og sprauta úr brunasprautunni.