Ásahreppur er vestast í Rangárvallasýslu. Hreppurinn varð til 11. júlí 1892 þegar Holtamannahreppi var skipt í tvennt, í Holtahrepp hið efra og Ásahrepp hið neðra.
Ásahreppi sjálfum var skipt í tvennt 1. janúar 1936 og varð neðri hlutinn að Djúpárhreppi en sá efri hélt nafninu óbreyttu.
Áshreppingar hafa atvinnu af landbúnaði, verslun og öðrum þjónustugreinum. Náttúran er mjög fjölbreytt, mýrlent á köflum en ásar og holt á milli þar sem bændabýlin standa 3 - 5 í þyrpingum eða hverfum, sem einkenna byggðamynstur sveitarfélagsins. Stærsta varpland grágæsar á Íslandi er við Frakkavatn.
Nánari upplýsingar um Ásahrepp má nálgast á heimasíðu Ásahrepps.