Veikindi

Veikindi

Eftir veikindi mega börn vera inni að hámarki tvo daga enda hafi þau verið heima í a.m.k. einn dag hitalaus. Skilaboð um inniveru þurfa að koma frá foreldrum sjálfum en ekki barninu. Við bjóðum upp á styttri útiveru eftir veikindi ef foreldrar óska. Ef barn hefur verið lasið og á að vera inni, fer það ekki heldur í íþróttir. Athugið að hægt er að vera veik(ur) þó svo að hiti sé ekki merkjanlegur. Foreldrar verða því að meta það hverju sinni hvort barnið er tilbúið  að takast á við skóladaginn. Athugið að mikilvægt er að tilkynna ef um smitandi sjúkdóma er að ræða og einnig ef um er að ræða t.d. lús eða njálg.  Athugið að starfsmenn geta neitað að hafa barn inni eftir veikindi ef mikil forföll eru í starfsmannahópnum og ekki hægt að koma því við.  Þá er það ákvörðun foreldris eða forráðamanns að hafa barn sitt heima eða það fær að fara út með barnahópnum.