Farsæld barna
Farsældarlögin tóku gildi í byrjun 2022 og er tilgangur þeirra að brjóta múra milli kerfa, bæta þjónustu í þágu barna og skapa barnvænt samfélag.
Börn og foreldrar sem á þurfa að halda eiga að hafa aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónustu í þágu farsældar barns er skipulögð og samfelld og hefur það markmið að skapa heildarsýn og ramma um þau þjónustukerfi sem skipta mestu máli fyrir farsæld barna.
Öll börn og foreldrar eiga að hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og/eða barns. Foreldrar og börn geta leitað sjálf beint til tengiliðar.
Tengiliður Leikskólans Laugalandi veturinn 2024-2025 er Kristín Ósk Ómarsdóttir, deildarstjóri, kristinosk@laugaland.is
Hér má finna upplýsingar um farsæld barna í Rangárþingi Ytra