Lokun leikskólans vegna kvennaverkfalls 24. október

Leikskólinn verður lokaður á morgun, föstudaginn 24. október, vegna kvennaverkfalls.
 
Það er ljóst að við náum ekki að manna deildir með viðunandi hætti þar sem starfsfólk bæði hefur tilkynnt þátttöku í kvennaverkfalli og aðrir þurfa að vera heima vegna lokunar grunnskóla.
 
Mér þykir leitt hversu seint þessar upplýsingar berast en aðstæður hafa breyst hratt eftir því sem liðið hefur á daginn. Ég vona að allir foreldrar sýni þessu skilning og sjái hversu mikilvægar kvennastéttir eru í okkar samfélagi.
 
Kveðja, Kristín Ósk, leikskólastjóri