Í dag, 23. janúar, er bóndadagur og þann dag er hefð fyrir því að halda alvöru þorrablót hér í leikskólanum. Í aðdraganda Þorra æfum við þulur og lög sem tengjast þessum árstíma og hver hópur flytur atriði fyrir hin börnin og starfsfólk. Það var engi...
Síðastliðinn föstudag héldum við okkar árlega jólaball hér í leikskólanum. Hátíðin hófst á því að elstu börnin í rauða hóp fluttu helgileik, með stuðningi nokkurra sjálfboðaliða úr gula hóp. Helgileikurinn er fastur liður í undirbúningi jólanna og bö...
Það er fastur liður í undirbúningi jólanna hér í leikskólanum að baka piparkökur og bjóða fjölskyldum barnanna í piparkökukaffi. Við hefjum undirbúning í vikunni á undan, hrært er í deig og allar hendur - bæði stórar og smáar - taka þátt í bakstrinu...
Í dag fengum við skemmtilega heimsókn þegar Þórdís Arnljótsdóttir, leikkona, kom til okkar með leiksýninguna Grýla og jólasveinarnir. Þessi leiksýning hefur verið fastur liður hjá okkur árum saman og má segja að hún marki eiginlegt upphaf jólanna í l...
Í tilefni af degi íslenskrar tungu fengum við í heimsókn rithöfundinn Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Hún gaf nýverið út bókin “Hver á mig” sem fjallar um nútíma sveitalíf. Harpa Rún las bókina fyrir börnin úr tveimur elstu árgöngunum og gekk heimsóknin á...
Október þaut hjá og veturinn minnti hraustlega á sig. Börnin voru himinlifandi með snjókomuna og nýttu snjóinn til hins ýtrasta í útiverunni. Þrátt fyrir að snjóinn hafi tekið upp er áfram í kaldara lagi og því mikilvægt að öll börn hafi góðan kuldaf...
Leikskólinn verður lokaður á morgun, föstudaginn 24. október, vegna kvennaverkfalls.
Það er ljóst að við náum ekki að manna deildir með viðunandi hætti þar sem starfsfólk bæði hefur tilkynnt þátttöku í kvennaverkfalli og aðrir þurfa að vera hei...
Þann 7. október var haldin kynningarfundur fyrir foreldra leikskólans. Eftirfarandi er samantekt leikskólastjóra sem lögð var fyrir fundinn.
Kynning á deildum og starfsfólki
Það er mikil breyting að hafa þrjár deildir, sem kallar á annars konar ski...