Foreldrafundur 7. október

Þann 7. október var haldin kynningarfundur fyrir foreldra leikskólans. Eftirfarandi er samantekt leikskólastjóra sem lögð var fyrir fundinn.

Kynning á deildum og starfsfólki

Það er mikil breyting að hafa þrjár deildir, sem kallar á annars konar skipulag en við erum vön. Áður voru bara yngri og eldri deild og skiptin milli deilda voru frekar einföld. Það var sjaldan sem við skiptum upp árgöngum en vorum í staðinn með deildir sem voru allt að 26 börn. Nú búum við það að geta skipt sama barnafjölda niður á þrjá staði, sem er fyrst og fremst kostur en í því felast líka áskoranir þar sem árgangarnir eru mjög misstórir.

Í vor var tekin ákvörðun um hvernig skiptingin yrði núna í haust, að elsti árgangur (rauði hópur) færi niður í Holt og yrði þar með börnum fæddum 2022 og 2023, að guli hópur (árgangur 2021) yrði einn uppi á Landi og að í Ásum yrði yngri helmingur barna fædd 2023 og börn fædd 2024. Núna þegar tveir mánuðir eru liðnir af skólaárinu sjáum við síðan hverju við viljum breyta og það er tvennt – við þurfum að styrkja tengsl rauða hóps við árganginn sem er næstur þeim í aldri – guli hópur og munum við gera það með því að þau hittist eftir hádegi 3-4 daga í viku í frjálsum leik og í útiveru 3-4 sinnum í viku. Að sama skapi þurfum við að passa upp á börnin sem tilheyra 2023 árganginum – sem nú tilheyrir tveimur deildum, að þau hittist reglulega í frjálsum leik og erum við búin að festa þær stundir 2 svar í viku auk þess sem þau hittast alltaf í útiveru, bæði fyrir og eftir hádegi.

Ásar

Ásar, 1-2 ára fyrir allt að 12 börn og búið að úthluta öllum plássum

Starfsfólk Anna, Steindór, Asa, Elín Hrönn, ekki hægt að bjóða fullan vistunartíma fyrir nema hluta af börnum þar sem aðeins eru 2 starfsmenn í fullu starfi

Holt

Holt, þrír árgangar, samtals 18 börn

Starfsfólk Anna Bára, Hulda, Jule, Snærós, Ruben – 3 starfsmenn í fullu starfi og hefur verið hægt að bjóða öllum fullan vistunartíma

Land

Land, einn árgangur, samtals 14 börn

Starfsfólk Hafdís, Guðlaug Birta, Elín Grétars, Jette og Kristjana. Hér er aðeins einn starfsmaður í fullu starfi en til viðbótar erum við með Lilju Rut sem við köllum “hlaupara”, en hún sinnir afleysingu á öllum deildum en heimadeildin hennar er Land.

Stjórnun

Kristín Ósk – leikskólastjóri

Gullý – aðstoðarleikskólastjóri og umsjónarmaður stoðþjónustu

Við niðurröðun starfsfólks niður á deildir er horft til þriggja þátta, menntunar, starfshlutfalls og íslensku kunnáttu. Þannig reynum við að hafa jafnvægi milli deilda hvað alla þessa þætti varðar. Það verður hins vegar ekki horft fram hjá því að í lögum um leikskóla er kveðið á um að 2/3 hlutar starfsmanna skuli hafa leyfisbréf kennara en af tæplega 15 stöðugildum eru það aðeins 20% hjá okkur. Við erum hins vegar með tvo starfsmenn sem munu öðlast kennararéttindi næsta vor og verði þær áfram starfsmenn hér þá hækkar hlutfallið í 30%. Við þurfum því að vinna að því að laða til okkar kennaramenntað folk – ef að við ætlum að halda áfram því góða starfi sem hér hefur verið byggt upp.

Það er töluverðum erfiðleikum bundið að fá fólk til að skuldbinda sig við 100% starfshlutfall, því var brugðið á það ráð þegar tvær umsóknir bárust um fullt starf að ráða báða þá einstaklinga til starfa en minnka starfshlutfall þriggja hlutastarfsmanna á móti, lækkuðu þá bæði ófaglærður deildarstjóri og faglærður starfsmaður. Þetta er ákveðið púsluspil sem við reynum að leysa eftir bestu getu. En með því að ráða tvo starfsmenn í fullt starf var hægt að bjóða fleiri börnum fulla vistun en ella hefði verið hægt að gera. Af 16 starfsmönnum eru aðeins 7 í fullu starfi og starfsmaður sem kemur inn í nóvember hefur óskað eftir að minnka við sig

Framundan

Innan leikskólans er ýmis formleg vinna framundan á borð við endurskoðun handbóka, enda hafa aðstæður hér innanhúss breyst og því mikilvægt að yfirfara allar formlegar upplýsingar sem frá okkur koma. Allar þessar handbækur eiga að vera aðgengilegar á heimasíðu leikskólans og við munum upplýsa um það þegar þær hafa verið uppfærðar.

Heilsueflandi leikskóli

Stærsta verkefnið framundan er að fara í þá vinnu að verða Heilsueflandi leikskóli í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um að vera heilsueflandi samfélag. Sú vinna er á byrjunarreit og verður kynnt jafnt og þétt fyrir foreldrum eftir því sem henni vindur fram.

Fræ framtíðarinnar og 30 ára afmæli leikskólans

Í maí næstkomandi verður leikskólinn okkar 30 ára og ætlum við okkur að hafa sérlega gaman í leikskólanum allan maímánuð sem lýkur síðan með útskrift og vorhátíð í lok maí. Í tilefni afmælisins og í samhengi við vinnu okkar um að verða heilsueflandi leikskóli ætlum við að ýta úr vör verkefni sem hefur hlotið heitið “fræ framtíðarinnar”. Í vor fengum við myndarlega peningagjöf frá kvenfélaginu Einingu sem við nýttum til kaupa á Bambahúsi – sem við fengum afhent í ágúst. Við höfum síðan óskað eftir því að sveitarfélagið úthluti okkur landsvæðinu í kringum gróðurhúsið og kosti girðingu í kring – sem 30 ára afmælisgjöf til okkar. Það var vel tekið í þá beiðni á haustfundi Odda þann 6. Október en nú þarf að senda formlegt erindi til afgreiðslu.