Barnaheill

Vináttuverkefni Barnaheilla er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir leikskóla og fyrstu bekki grunnskóla. Efnið heitir á frummálinu Fri for mobberi og er þýtt, staðfært, framleitt og gefið út í samstarfi við Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku. Frá árinu 2014 hefur Vinátta staðið leikskólum á Íslandi til boða. Mikil ánægja er með verkefnið þar sem það er notað og rannsóknir í Danmörku leiða í ljós mjög góðan árangur af notkun þess.

Nú hafa Barnaheill einnig gefið út efni sem ætlað er 1.–3. bekk grunnskóla og verður unnið með það í tilraunaskyni í 14 grunnskólum í sex sveitarfélögum veturinn 2017–2018.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er verndari Vináttu.

Nánari upplýsingar um Barnaheill er að finna hér.