Verkfall

Ágætu foreldrar.  Eins og þið eflaust vitið að þá hafa aðildarfélög BSRB boðað verkföll 9. og 10. mars ef ekki verður búið að semja.  Það segir að þeir starfsmenn sem eru í FOSS gætu farið í verkfall, en það eru sjö starfsmenn leikskólans.  Á verkfallsdögum (ef til þess kemur) getum við verið með báðar deildirnar opnar þar sem deildarstjórarnir okkar  eru ekki í því félagi.  En þó báðar deildirnar séu opnar getum við ekki tekið á móti öllum börnunum þar sem okkur vantar starfsmenn.  Sett verður upp áætlun á hvorri deild um það hvaða börnum við getum tekið á móti.  Athugið að ef ekki verður samið þá eru næstu verkfallsdagar áætlaðir 17. og 18. mars, 24. og 26. mars,  31. mars og 1. apríl.  

Leikskólastjóri


Athugasemdir