Afa og ömmukaffi

 Sjötti  febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við. Af þessu tilefni ætla börnin að bjóða öfum sínum og ömmum að koma í kaffi. Gestum er velkomið að koma á milli kl. 13 og 15. þennan dag. Endilega látið afa og ömmur vita af þessu góða boði.


Athugasemdir