Vorhátíð

Hin árlega vorhátíð og útskrift elstu nemenda leikskólans mun verða haldin föstudaginn 31. maí n.k. kl 13:30.
Þá munu nemendur stíga á svið (í íþróttasalnum) og myndlistarsýningar verða á deildunum.
Elstu börnin og foreldrafélagið munu sjá um veitingar fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Hoppukastali verður á svæðinu. Vonandi sjáum við sem flesta foreldra þennan dag.