Vegna lokunar milli jóla og nýárs

Til foreldra barna í leikskólanum Heklukoti og Leikskólanum Laugalandi

Þeir foreldrar sem hafa engin úrræði fyrir börn sín vegna vinnu sinnar, gefst kostur á að sækja um vistun 27., 28. og 29. desember 2023.  Gæsla verður í leikskólanum Heklukoti  fyrir þau börn sem á þurfa að halda og gildir það fyrir báða leikskóla Odda bs. Skila skal umsókn til leikskólastjóra ásamt vottorði vinnuveitanda í síðasta lagi 15. nóvember 2023.  Umsóknareyðublað má nálgast hjá deildarstjórum.  Leikskólastjórar munu fara yfir umsóknir og svara foreldrum eigi síðar en 20. nóvember.  

Ekkert hefðbundið leikskólastarf fer fram þessa daga og mun fjöldi umsókna ráða fjölda starfsmanna hverju sinni, starfsmenn verða þó aldrei færri en tveir. 

Leikskólastjórar Odda bs.