Starfsdagur

Mánudaginn 3. janúar munu starfsmenn funda, vinna að uppfærslu skólanámskrár skólans og ræða eftirfylgni "Jákvæðs aga" námskeiðsins.  Einnig verða haldnir deildarfundir þar sem vorönnin verður rædd og það starf sem verður á næstunni samkvæmt starfsáætlun.  Einnig verður launafulltrúi með námskeið fyrir alla starfsmenn.