Nú er september á enda runninn og haustið farið að minna hressilega á sig. Því er mikilvægt að öll börn hafi hlýjan og góðan fatnað í hólfunum sínum, ásamt auðvitað regnfatnaði.
Starf samkvæmt stundaskrám hófst í byrjun september og hefur það farið vel af stað. Í samstarfi við Tónlistarskóla Rangæinga hófst tónlistarkennsla hjá elsta árgangi og það Maríanna Másdóttir sem annast þá kennslu. Þá hófust einnig sundtímar hjá tveimur elstu árgöngum leikskólans en við erum svo lánsöm að fá lánaðan sundkennara frá grunnskólanum til að hafa yfirumsjón með sundtímum. Það er hún Sóley Margeirsdóttir sem sér um þá tíma, en ásamt henni fara ávallt þrír starfsmenn leikskólans með í sundtímana.
Í starfsáætlun leikskólans kemur fram hvaða þáttum er helst unnið að innan leikskólans í hverjum mánuði. Í september var umfjöllunarefnið nánasta umhverfi barnsins og var unnið að því þema með fjölbreyttum hætti. Í október er áherslan síðan á haustið og allt sem því fylgir, auk þess sem horft er til þátta sem tengjast stærðfræði.
Sama hvert umfjöllunarefnið er í starfsáætlun þá er markmiðið alltaf að leyfa áhuga barnanna að draga okkur í þá átt sem gefur þeim mest. Því getur verið afar misjafnt eftir deildum og aldri barna hvernig unnið er með efnið hverju sinni. Á yngstu deildinni - Ásum - var farin sú leið að búa til fjölskylduhús fyrir hvert barn. Húsin eru á veggjunum inni á deildinni, í hæð barnanna og hafa mikinn áhuga þeirra. Í hverju húsi má finna myndir af nánustu fjölskyldu barnsins og jafnvel gæludýrum og er vert að þakka foreldrum fyrir samstarfið við að útvega myndir af fjölskyldum barnanna svo þetta verkefni gæti orðið að veruleika.
Framundan eru nokkrar mikilvægar dagsetningar
7. Október - Foreldrafundur klukkan 19:30
10. Október - Starfsdagur - leikskólinn lokaður
13. Október - Klútadagur í tilefni af afmæli Höllu Tómasdóttur forseta Íslands
22. Október - Bleikur dagur í tilefni af bleikum október
27. Október - Bangsadagur í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum
31. Október - Hrekkjavaka
Ekki fleira að sinni
Kær Kveðja
Kristín Ósk