Ágúst pistill leikskólastjóra

Kæru foreldrar

Nú er ágúst að líða sitt skeið og leikskólastarfið að komast á fullan skrið. Töluverðar breytingar hafa orðið á skipulagi deilda frá því í vor, bæði hvað varðar samsetningu hópa en einnig röðun starfsfólks.

Hér á heimasíðunni má nálgast nafnalista starfsfólks ásamt netföngum en engu að síður finnst mér mikilvægt að lista hér stjórnendateymi leikskólans.

Kristín Ósk – leikskólastjóri

Gullý – aðstoðarleikskólastjóri, umsjónarmaður stoðþjónustu

Anna – deildirstjóri í Ásum

Anna Bára – deildarstjóri í Holtum

Hafdís – deildarstjóri uppi á Landi

Í vetur munum við hafa þá vinnureglu að deildarstjórar sendi foreldrum stuttan upplýsingapóst á föstudögum en hver deild mun síðan senda ríkulegt fréttabréf með myndum úr starfinu mánaðarlega. Ættu því allir foreldrar að hafa fengið tölvupóst frá deild síns barns í dag.

Eins og komið hefur fram á fésbókarsíðu leikskólans hvetjum við foreldra til að senda okkur upplýsingar um veikindi eða fjarvistir í gsm síma deildanna og mun starfsfólk í auknum mæli nota símana til að senda skilaboð til foreldra þegar athuga þarf aukafatahólf eða annað.

Fljótlega í september munum við síðan auglýsa haustfund leikskólans, en á þeim fundi munum við kynna starf vetrarins fyrir foreldrum. Það er okkur ákaflega mikilvægt að vera í góðum samskiptum við foreldra og viljum við gjarnan sjá foreldra fjölmenna á fundinn til samtals við okkur.

Ekki fleira að sinni

Kær Kveðja

Kristín Ósk